Sjávarútvegsráðuneytið hefur birt nýja reglugerð um verndun kóralsvæða. Allar veiðar nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót eru bannaðar á þeim svæðum sem hér um ræðir.
Þessi svæði eru á afmörkuðum svæðum í Skeiðarárdýpi, Lónsdýpi, úti af Lónsdýpi og Papagrunni, í landgrunnskantinum við Papagrunn og í Rósagarðinum.
Nánari upplýsingar er að finna á vef sjávarútvegsráðuneytisins.