Alls vantar 30 þúsund tonn til að afli á yfirstandandi fiskveiðiári nái því sem veiddist á sama tíma á síðasta ári, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

LS tók saman afla á fyrstu 5 mánuðum fiskveiðiársins, þ.e. september til janúar, borið saman við það sem veiddist á sama tíma í fyrra. Þannig er reynt að meta áhrif verkfalls sjómanna á veiðar á eftirtöldum tegundum: Þorskur, ýsa, steinbítur, ufsi, karfi og grálúða.

Þar kemur fram að veiðar á þorski hafa dregist saman um 17 þúsund tonn og veiðar á ýsu hafa dregist saman um tæp 4.700 tonn.

Sjá nánar á vef LS .