Aðeins er búið að veiða fimm hrefnur á þessu sumri sem er einn þriðji af veiddum fjölda dýra á sama tíma í fyrra, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf.

,,Með því að færa bannlínuna utar í Faxaflóa er verið að stúta veiðunum fyrir okkur. Í Faxaflóa er enga hrefnu að hafa lengur og við höfum því hörfað norður fyrir land þar sem í raun er full snemmt að hefja veiðar,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.