Fréttablaðið greinir frá og ræðir við Valmund Valmundarson, formann Sjómannasambandsins, sem segir verð til íslenskra sjómanna virðist hafa verið mun lægra og kanna þurfi hvort áhafnir íslenskra skipa hafi verið hlunnfarnar. Verð til norskra skipa virðist hafa verið ríflega helmingi hærra þó gæði hráefnis frá íslenskum skipum sé meira.
Þar vísar Valmundur til þess að norsk skip veiddu sína loðnu fyrr á vertíðinni en þau íslensku og hrognafylling hennar því minni og hún því ekki eins verðmæt. Norsku skipin lönduðu um 12.000 tonnum hérlendis á þeim tíma sem þeir voru við veiðar. Íslensku skipin færðu að landi um 70.000 tonn.
„Við ætlum að biðja Verðlagsstofu skiptaverðs að kalla eftir upplýsingum um þetta allt saman. Maður vill ekki fullyrða of mikið án þess að sjá þetta svart á hvítu en þetta er það sem sjómennirnir segja okkur,“ segir Valmundur í frétt Fréttablaðsins.
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, skrifaði um málið og birti í Morgunblaðinu í gær. Þar fer hann yfir vertíðina þar sem álitamál um verð á afla koma fram.