Útflutningsverðmæti þorskafurða frá Íslandi gætu aukist um allt að 70 milljarða króna með fullnýtingu hliðarafurða, hagstæðri þróun á meðalverði aðalafurða og með aukinni nýtingu.
Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, segir gríðarlega möguleika til staðar til verðmætaaukningar í íslenskum sjávarútvegi. Hann bendir á að Íslendingar standi Norðmönnum talsvert framar þegar kemur að nýtingu hráefnisins. Íslendingar nýti t.a.m. 82-85% af hliðarafurðum þorskaflans og 75-85% þegar allur botnfiskaflinn er undir. Nýtingin hjá Norðmönnum er nær 55%.
Sjá nánar í Fiskifréttum.