Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 23,4 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2011 samanborið við 21,1 milljarð á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 2,3 milljarða eða 10,8% á milli ára.

Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 143,4% milli ára og nam rúmum 8,4 milljörðum. Má rekja þá verðmætaaukningu til aukins loðnuafla. Verðmæti hans nam 7,3 milljörðum króna og jókst um 357% milli ára.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 14,5 milljörðum króna og jókst um 44,4% frá árinu 2010 en þar leikur aukinn loðnuafli væntanlega stórt hlutverk.

Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst hins vegar saman um 14,9% milli ára og var um 3,2 milljarðar.

Aflaverðmæti sjófrystingar var 4,8 milljarðar sem er 15% samdráttur milli ára.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Hagstofu Íslands .