Samkvæmt bráðabirgðatölum var aflaverðmæti í maí 2025 17,7 milljarðar króna sem er um 5,7% meira en aflaverðmæti í maí í fyrra. Á tólf mánaða tímabilinu frá júní 2024 til maí 2025 var heildaraflaverðmætið rúmlega 173 milljarðar, 2,8% minna en á sama tímabili ári áður. Verðmætatölur fyrir apríl og maí 2025 hafa verið uppfærðar í veftöflum.