Nú er sá tími sem að öllu eðlilegu ætti að vera mest eftirspurn eftir norskum eldislaxi en þá bregður svo við að norskir laxeldismenn þurfa að sætta sig við mesta verðfalli á einni viku í áratug. Laxinn selst á spottprís, að því er fram kemur á vef Undercurrentnews.com.

Þar segir einnig að mikill taugatitringur sé meðal norskra fiskeldismanna út af ástandinu. Á föstudaginn í síðustu viku seldist laxinn á 49 krónur norskar fyrir kílóið (823 ISK). Nú er verðið komið niður í 40 krónur og það er enn mikið eftir af óseldum eldisfiski.

Sérfræðingar í markaðsmálum segja að á tímabilinu 2004 til 2014 hafi ekki orðið eins mikið verðfall á einni viku og nú.