Útflutningur á þorski frá Íslandi það sem af er þessu ári hefur aukist og verð hækkað samkvæmt greiningu Marko Partners Seafood Intelligence. Frá þessu er greint á vef Fishupdate .

Verð á þorski hækkaði um 5,4% á tímabilinu en Bretland, Spánn og Frakkland eru stærstu markaðir. Þessi lönd taka við nærri tveimur þriðju af þorskútflutningi frá Íslandi.

Útflutningur til Spánar hefur aukist en þangað fara 37,4% af þorskinum. Útflutningur til Bretlands minnkaði um 10% og um 8% til Frakklands. Vera kann að samkeppni við þorsk frá Noregi valdi þessum samdrætti.