ff
Í dag voru seld á fiskmörkuðunum 274 tonn af þorski veiddum á handfæri. Verðið gaf nokkuð eftir frá í gær lækkaði um 26,6%. Meðalverð endaði í 259 kr/kg og því nemur verðmunur í dag og í gær 94 kr/kg, að því er fram kemur á vef Landssambands smábáteigenda.
Þar með hefur allur afli af strandveiðum fyrstu tvo daga ágústmánaðar verið seldur.
Gegnum fiskmarkaði voru seld 486 tonn sem skilaði alls 145 milljónum. Meðalverð þessa tvo daga 299 kr/kg, sem flestir strandveiðimenn sem rætt var við telja viðunandi.
Ítrekað skal reglugerðarákvæði um strandveiðar á svæði A að þeir bátar sem stunduðu veiðar í júlí sl., en héldu ekki til veiða þriðjudaginn 10. júlí er heimilt að stunda veiðar nk. þriðjudag, 7. ágúst, segir ennfremur á vef LS.