Verð á fiskimjöli og lýsi hefur aldrei verið hærra en um þessar mundir, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Verð á lýsi (Rotterdamverð) var um 1.450 dollarar cif á tonnið í upphafi síðasta árs en var komið í 2.300 dollara í lok ársins. Hækkun á árinu er um 58%.

Í upphafi ársins 2012 var viðmiðunarverð á fiskimjöli frá Perú 1.642 dollarar cif fyrir tonnið. Í árslok var það verð komið í 2.190 dollara. Verðhækkun á árinu er um um 34%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.