Verð í Noregi fyrir iðnaðarrækju er í sögulegu hámarki eða 35,50 norskar krónur kílóið, jafnvirði 614 íslenskra króna. Þetta er næstum tvöfalt hærra verð en í fyrra og var verðið þó hátt þá.
Árni Halldórsson rekstrarstjóri rækjuvinnslu FISK Seafood í Grundarfirði segist í samtali við Fiskifréttir ekki hafa náð að kaupa neitt af iðnaðarrækju á uppboði í Noregi í langan tíma vegna hás verðs, ef frá væri talið smávegis magn nýlega sem kostað hefði 37 NOK/kg (640 ISK) hingað komið. Með slíku verði væri hráefniskostnaðurinn kominn upp í 90%. Hann sagði að fyrirtækið hefðu reitt sig á rækjukaup frá Kanada og Grænlandi.
Árni sagði óvíst hversu lengi núverandi ástand ríkti því spáð væri að afurðaverð kynni að lækka þegar liði á þetta ár.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.