Sala á sjávarafurðum í stórmörkuðum í Bandaríkjunum jókst í sumar, að því er fram kemur á vefnum SeafoodSource.

Meðalverð á öllum sjávarafurðum út úr búð lækkaði um 1% í sumar og fór í 13,36 dollara á kíló (1.645 ISK) og hefur það ýtt undir söluna.

Verðlækkunin var mismunandi eftir tegundum. Meðalverð á laxi, sem er um 8% af allri fisksölu verslana, lækkaði til dæmis um 7,9%. Meðalverð á tilapiu lækkaði um 8,2%. Í magni jókst sala á laxi um 23,4% en í verðmæti 13,7%. Sala á tilapiu jókst um 21,1% í magni en í verðmæti 11,2%.