Ný-Fiskur ehf. var ein fyrsta íslenska fiskvinnslan til að flytja út ferskar fiskafurðir til Evrópu með flugi. Þar starfa nú um 100 manns og útflutningurinn nemur 35 tonnum af flugfiski á viku allan ársins hring.

Birgir segir að ferlið með fersku afurðirnar sé þannig að fiskur sem er veiddur í dag sé kominn í hús hjá þeim milli klukkan fimm og sex morguninn eftir.

„Yfir 80% af  þeim fiski sem við sendum út er kominn til kaupanda í Belgíu innan tveggja sólahringa frá því  að hann er veiddur. Vinnsla fisksins hefst klukkan sjö á morgana og hann er kominn upp á flugvöll klukkan tvö og til kaupandans um kvöldið,“ segir Birgir.

Sjá ítarlegt viðtali við Birgi í Ný-Fiski í Fiskifréttum.