Í nýrri greiningu Sjávarklasans rýna hagfræðingarnir Þór Sigfússon og Haukur Már Gestsson í þá þætti sem geta skapað hvað mest verðmæti í sjávarklasanum næsta áratug. Þar kemur fram að vel sé raunhæft að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum, sem nefnast einu nafni „sjávarklasi“, geti aukið veltu sína um allt að tvö hundruð og fimmtíu milljarða á næstu tíu árum. Til þess þurfi þó fjárfestingar í nýsköpun að aukast umtalsvert. Nefnt er að í nýlegri skýrslu frá Nordic Innovation komi fram að nýsköpunarfjárfesting þurfi að aukast um 30 milljarða á ári svo að Ísland sé samanburðarhæft við Norður-Ameríku.
Þeir Þór og Haukur Már telja að augljósasta leiðin til þess að auka nýsköpun í sjávarklasanum sé að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum að greiða umtalsvert lægra veiðileyfagjald ef þau fjárfesti í nýsköpun og tækni.
Í greiningu þeirra eru nefndar átta leiðir til þess að auka verðmæti í sjávarklasanum og snúa þær m.a. að því að framleiða verðmætar heilsuvörur úr fiskimjöli og fiskslógi, efla fiskeldi, auka ráðgjafarstarf erlendis og þjónustu við erlend skip innanlands.
Sjá nánar um þessar tillögur HÉR.