Velta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum jókst um 12% á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna, að því er fram kemur í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans.

Í greiningunni kemur fram að verkefni í fiskvinnslutækni um allan heim og stór verkefni innanlands í skipasmíðum og nýjum verksmiðjuhúsum séu áberandi.

Bestur gangur virðist áfram hjá fyrirtækjum í fiskvinnslutækni sem eru með veltu yfir milljarði króna og fjöldi þeirra fyrirtækja fer vaxandi. Velta margra þessara fyrirtækja jókst um allt að þriðjung á árinu.

Sjá nánar hér