Vinsældir sjóstangveiða á Vestfjörðum aukast jafnt og þétt. Undanfarin ár hafa Þjóðverjar verið áberandi viðskiptavinir þeirra sem bjóða slíka þjónustu en Rússum og Bretum fer fjölgandi. Áætluð velta greinar er hátt í milljarður á ári, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða eru milli 2500 og 2700 manns á ári sem nýta sér þjónustu ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á sjóstangveiðar.
Sjá nánar í Fiskifréttum