Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 21. ágúst til og með 27. ágúst 2015 var 191. Þar af voru 147 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 13 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 7.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,6 milljónir króna. Kemur þetta fram í frétt Þjóðskrár Íslands. Þegar fasteignaviðskipti á höfuðborgarsvæðinu eru borin saman við sama tíma í fyrra kemur í ljós að bæði fjöldi fasteigna og velta á markaðnum hefur aukist um tæp 33%.
Á sama tíma var 17 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 11 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 348 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,4 milljónir króna.
Þá var 12 kaupsamningum þinglýst á Akureyri, heildarveltan var 263 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,9 milljónir króna. Á Árborgarsvæðinu var 8 kaupsamningum þinglýst, heildarveltan var 105 milljónir króna og meðalupphæð á samning 13,1 milljón króna.