Norska fyrirtækið OptimarStette vinnur að því að framleiða „vélmenni“ sem gætu tekið að sér pökkun um borð í fiskiskipum, að því er fram kemur frétt í færeyska sjónvarpinu.

Þar segir að „vélmenni“ komi til með að vinna á norskum flakafrystitogurum í framtíðinni og muni stuðla að því að auka arðsemi þeirra.

Markmiðið er að auka sjálfvirkni við pökkun afurða það mikið að unnt verði að fækka mönnum um borð í flakafrystitogurum úr 35 manns í 25 manns.

Ráðgert er að sjálfvirka pökkunin frá OptimarStette verði prófuðu um borð í nýja flakafrystitogaranum Ramoen á næstunni.