Allt kapp er lagt á að frysta hrogn á lokaspretti loðnuvertíðarinnar. Veiðarnar ganga vel og talið er að búið sé að frysta 7 til 8 þúsund tonn af hrognum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Frysting loðnuhrogna hófst um mánaðamótin febrúar og mars. Flestar vinnslustöðvar byrjuðu frystingu áður en hrognin náðu fullum þroska. Um helgina eða fyrr var þroskinn nægur fyrir Japansmarkað. Á síðustu loðnuvertíð voru framleidd rúm 10 þúsund tonn af hrognum. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um framleiðsluna í ár en líklegt er talið að hún sé komin í um 7 til 8 þúsund tonn eins og áður getur. Spáð er að framleiðslan geti orðið um 15 þúsund tonn sem er hæfilegt magn fyrir markaðinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.