Í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar mældist veiðistofn loðnu, 2-3 ára fiskur, aðeins um 270 þús. tonn.
Aflaregla í loðnu gerir ráð fyrir að a.m.k. 400 þús. tonn séu skilin eftir til hrygningar í lok vetrar þannig að ekki er unnt, á grundvelli þessarar mælingar, að leggja til loðnukvóta fyrir komandi vetrarvertíð.
Undanfarin ár hefur ekki tekist að mæla endanlega stærð veiðistofns loðnunnar fyrr en í janúar eða jafnvel febrúar. Mun rannsóknaskipið Árni Friðriksson því halda til loðnurannsókna og mælinga strax í janúarbyrjun.
Sjá nánar á vef Hafró, HÉR