Hulda Björnsdóttir sést hér koma til hafnar í Grindavíkur í blíðskaparveðri snemma dags í síðustu viku með um 100 tonna afla sem að uppistöðu var þorskur, ýsa og karfi.

Veiðiferðin byrjaði á Mýrargrunninu í rólegri ýsuveiði. Síðan var haldið á  Stokkseyrargrunn og þaðan  út á Þórsbanka, þar sem var ágætis þorskkropp.

Í framhaldinu var farið í Litladýpi í áframhaldandi þorskveiði og svo endað í Bæli Karlsins í fínni ýsuveiði.