Bárður Guðmundsson formaður Samtaka smærri útgerða telur í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að leysa megi ýsuvandamál smábáta með því að fara svokallaða ígildaleið.

Línubátar geti þá veitt þann fisk sem sé til staðar á þeirra heimamiðum og þorskígildi aflans reiknuð eftir hverja löndun.

"Ég tel hættuna á ofveiði einhverra tegunda hverfandi þó að ígildaleiðin væri farin. Ígildaleiðin myndi öllu heldur endurspegla ástandið á miðunum hverju sinni og gæti verið góð viðbót í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar og styrkt stofnunina til að meta ástand fiskistofna hverju sinni,“ segir Bárður.