Álagt almennt veiðigjald á yfirstandandi fiskveiðiári fram til þessa nemur 3,7 milljörðum og lagt hefur verið á sérstakt veiðigjald sem nemur 9,7 milljörðum en lækkun á sérstaka veiðigjaldinu vegna vaxtakostnaðar gjaldskyldra aðila er 2,7 milljarðar. Heildarupphæð almenns og sérstaks veiðigjalds vegna fiskveiðiársins til þessa er því 10,7 milljarðar króna.

Þá er eftir að leggja á og innheimta bæði almennt og sérstak veiðigjald af afla í ókvótabundnum tegundum og afla utan kvóta (t.d. strandveiðiafla og línuívilnun). Það verður gert í haust þegar aflamagnið er þekkt – þar í verður m.a. innheimta vegna væntanlegs makrílafla á fiskveiðiárinu sem líklega verður einna stærsta upphæðin.

Sjá nánar á v ef Fiskistofu.