Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um álögð veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2014/2015.  Heildarfjárhæð  almenns og sérstaks veiðigjalds vegna  úthlutaðra veiðiheimilda og afla utan aflamarks, að teknu tilliti til lækkunar á sérstöku veiðigjaldi, nemur 7,7 milljörðum króna samanborið við 9,2 milljarða á fyrra fiskveiðiári.

Þess má geta að afli í ágúst kemur ekki til álagningar fyrr en að ári eins og verið hefur undanfarin fiskveiðiár. Fiskistofa hefur því birt álögð veiðigjöld þess mánaðar með veiðigjöldum fiskveiðiárins sem á eftir kemur.

Þar sem árlegar breytingar hafa verið á reglum um álagningu veiðigjalda  er erfitt að gera nákvæman samanburð á veiðigjöldum  á milli ára.  Álagt almennt veiðigjald nam svipaðri upphæð bæði fiskveiðiárin 2013/2014 og 2014/2015 eða 4,4 til 4,6 milljörðum kr.

Helstu skýringar á muninum á milli ára að þessu sinni í því að um milljarði  minna er lagt á í sérstök veiðigjöld vegna uppsjávarveiða annars vegar, sem og vegna botn- og skelfiskveiða hins vegar.  Á móti kemur að lækkun veiðigjalds samkvæmt reglum þar að lútandi er um hálfum milljarði  lægri á fiskveiðiárinu 2014/2015 en á fyrra ári.

Sjá nánar á vef Fiskistofu.