Í Fjarðabyggð eru mikil umsvif í þessari grein sjávarútvegsins og í umsögn sinni til atvinnuveganefndar Alþingis um nýja veiðigjaldafrumvarpið segir bæjarráð að hækkun gjaldsins á uppsjávarfisk verði líklega þess valdandi að ekki verði til dæmis hagkvæmt að veiða og vinna kolmunna. Það staðfestir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í hádegisfréttum RÚV. Gunnþór segir ekki ganga upp ef rukka eigi 70 til 80 prósent af veiðiframlegð skipanna í veiðigjald. Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eskifirði taka í sama streng í sinni umsögn.
Gunnþór bendir líka á miklar sveiflur í veiðiheimildum í uppsjávarfiski sem hafi þá áhrif á afkomuna. Hann segir það fásinnu að halda því fram að fyrirtæki í þessari grein finni ekki fyrir hærra veiðigjaldi og vonast til að stjórnvöld sjái að sér. Sátt verði að nást um þessi veiðigjöld eins og margt annað í þjóðfélaginu. Finna verði aðferðafræði sem stenst.
Sjá nánar á vef RÚV .