Nýtt frumvarp til lækkunar veiðigjalds var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Almenna veiðigjaldið er óbreytt en sérstaka veiðigjaldið lækkað verulega.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að verði það óbreytt að lögum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir verði 3,2 mia. kr. lægri á árinu 2013 frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum (fari úr 13,5 milljörðum í 10,3 milljarða).
Ennfremur segir að tekjurnar geti orðið 6,4 mia. kr. lægri á árinu 2014 en áætlað var (fari úr14,5 milljörðum í 9,8 milljarða).
Hins vegar megi gera ráð fyrir að tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja í ríkissjóð muni aukast að einhverju marki þar sem veiðigjöld eru frádráttarbær rekstrarkostnaður.
Sjá frumvarpið í heild
HÉR