Í umræðunni um veiðigjaldið hefur gjaldinu oft verið lýst sem landsbyggðarskatti. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa birt á vefsíðu sinni (veidigjald.is) útreikning á því hvernig gjaldið skiptist á einstök byggðarlög og er þá miðað við frumvarpið sem nýr sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram.

Þar kemur fram að útgerðum í Vestmannaeyjum er gert að greiða rúmlega 18% af gjaldinu sem samsvarar 538 þús. krónum á hvert íbúa í plássinu.

Sjá nánar umrædda vefsíðu HÉR