Atvinnuvegaráðherra hefur skipað í veiðigjaldanefnd en í henni eru: Arndís Á. Steinþórsdóttir hagfræðingur og starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, formaður; Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og dósent við HÍ; Jóhann Sigurjónsson viðskiptafræðingur og fyrrverandi fjármálastjóri HB Granda

Veiðigjaldanefnd hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Samkvæmt lögum skal nefndin ákvarða sérstakt veiðigjald. Nefndin nýtur sjálfstæðis í störfum og hefur frumkvæðisskyldu. Gert er ráð fyrir því að veiðigjaldanefnd muni skila fyrstu tillögum eða ábendingum til atvinnuvegaráðherra í byrjun næsta árs.