Ef veiðigjald á makríl við Grænland verður hækkað í 1,5 krónur gæti það skilað sem samsvarar um 3 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Skilyrði fyrir úthlutun grænlenska makrílkvótans eru í sem stystu máli þau að grænlenskar útgerðir njóta forgangs. Hvert skip fær síðan úthlutað samkvæmt veiðigetu. Í hópi skipa sem njóta forgangs eru m.a. Skálaberg, Brimnes og fyrrum Venus.

Tillaga um 1,5 króna veiðigjald (um 32 ISK) er nú til meðferðar í grænlenska þinginu. Ef veiðigjald makríls verður 1,5 krónur og kvótinn veiðist allur, en hann er 100 þúsund tonn, skilar gjaldið um 150 milljónum króna dönskum í grænlenska landssjóðinn, eða sem samsvarar um 3,1 milljarði íslenskra króna.

Að minnsta kosti 30 útgerðarfyrirtæki hafa sótt um leyfi til að veiða makríl við Austur-Grænland. Alls hafa fyrirtækin sótt um að veiða 340 þúsund tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.