Síldar- og makrílafli skipa HB Granda nú í sumar nam alls 33.400 tonnum. Það er lítilsháttar aukning milli ára því í fyrrasumar var sambærilegur afli um 32.400 tonn.
Í meðfylgjandi töflu sem birt er á vef HB Granda sést hvernig síldar- og makrílaflinn var í hverjum útgerðarflokki í sumar með samanburði við sumarvertíðina 2013. Líkt og sjá má dróst síldaraflinn saman um rúmlega 3.000 tonn milli ára en makrílaflinn jókst á sama tíma um ein 4.400 tonn. Í því sambandi munar mest um góða aflaaukningu uppsjávarveiðiskipanna.
Afli 2013 [tonn]
Síld Makríll Samtals
Ísfisktogarar 183 429 612
Frystitogarar 466 6.175 6.641
Uppsjávarskip 12.967 12.015 24.982
Samtals 13.616 18.619
Afli 2014 [tonn]
Síld Makríll Samtals
Ísfisktogarar 31 384 415
Frystitogarar 344 4.034 4.378
Uppsjávarskip 10.014 18.500 28.514
Samtals 10.389 22.918