Veiðar íslenskra skipa úr neðri stofni úthafskarfa hafa snarminnkað. Ársaflinn hefur farið úr 57 þúsund tonnum þegar mest var niður í rúm 8 þúsund tonn á síðasta ári. Í ár hafa aðeins veiðst um 2.430 tonn og 60% kvótans eru óveidd.
Þetta kemur fram í úttekt í nýjustu Fiskifréttum á veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Heildarafli þeirra þjóða sem nýta þennan stofn hefur verið á bilinu 75 til 140 þúsund tonn á ári. Heildaraflinn árið 2013 er áætlaður rúm 45 þúsund tonn.
Stofninn er í slöku ástandi samkvæmt rannsóknum fiskifræðinga. Árið 2013 mældust rúm 280 þúsund tonn af karfa, það minnsta síðan mælingar hófust árið 1999.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.