Rækjuveiðar við Vestur-Grænland hafa fengið MSC-vottun. Í flotanum eru 21 skip af smærri gerðinni og sjö verksmiðjutogarar. Heildarkvótinn í fyrra nam 105.000 tonnum, þar af var 97.700 tonnum úthlutað til grænlenskra skipa og afganginum til skipa frá ESB og Kanada.
Kvótinn í ár hefur verið minnkaður í 90.000 tonn og fá heimamenn 83.800 tonn af því í sinn hlut.
Í frétt frá MSC segir að helmingur útflutningstekna Grænlendinga komi frá rækjuveiðum og –vinnslu.