Stefnir ÍS kom með fyrsta makríl vertíðarinnar til Flateyrar síðdegis á mánudag. Aflinn var um 60 tonn af góðum makríl, að því er fram kemur á vef Hraðfrystihússins-Gunnvarar.
Makrílnum var ekið til vinnslu í landvinnslu HG á Ísafirði þar sem hann var lausfrystur en unnið er á vöktum. Stefnir hélt strax til veiða að lokinni löndun.