Náhvalur er ein þeirra hvalategunda sem Grænlendingar veiða sér til matar. Um síðustu helgi veiddist fyrsti náhvalurinn í Upernavik norðarlega á vesturströnd Grænlands. Stormur geisaði nokkrum dögum fyrr á þessum slóðum og braut upp ísinn við ströndina þannig að hvalirnir létu sjá sig.

Á síðasta ári veiddust alls 63 náhvalir rétt utan byggðina í Upernavik. Veiðarnar fara fram á litlum bátum sem reka hvalina á undan sér eins og sést á myndasyrpu sem birt er á vefnum Sermitsiaq. SJÁ HÉR.