Veiðar á innfjarðarrækju í Arnarfirði hófust fyrir nokkru en kvóti þar er um 200 tonn alls. Nú þegar eru komin um 38 tonn á land. Mestan afla hefur Ýmir BA fengið eða 21 tonn. Ekki var hægt að gefa út kvóta í Arnarfjarðarrækjunni strax í haust eftir rækjuleiðangur Hafrannsóknastofnunar þar sem of mikið fannst af þorsk- og ýsuseiðum.