Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að setja af stað verkefni þar sem kannaðir verði kostir þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er.
Markmiðið er að treysta grunnslóðir sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvæna veiði. Í þessu felst að við veiðar og nýtingu verði gætt að verndun sjávarbotnsins og beitt vistvænum veiðiaðferðum.
Vinna að upplýsingaöflun er þegar hafin í ráðuneytinu og hefur Guðjóni Arnari Kristjánssyni verið falin umsjón með verkefninu innan auðlindadeildar ráðuneytisins. Síðan verður skipaður starfshópur til að fjalla um verkefnið.
Nánar um málið á vef sjávarútvegsráðuneytisins, HÉR