Krabbaveiðar við Alaska, togveiðar í suðurhöfum, saga fimmtugs aflaskips og lúðuveiðar við Ísland fyrr og nú eru meðal umfjöllunarefna í veglegu sjómannadagsblaði Fiskifrétta sem kom út í dag.
LENTI Í FELLIBYLNUM MIÐJUM – viðtal við Gunnar Laxfoss skipstjóra og útgerðarmann um krabbaveiðar í stórsjó og ísingu við Alaskastrendur.
Í MESTA VINDRASSI VERALDAR – viðtal við Halldór Egil Guðnason stýrimann á argentínskum verksmiðjutogara.
FIMMTUGT AFLASKIP EN SÍUNGT – viðburðarrík saga togarans Narfa RE sem nú heitir Lundey SF.
FÁTT EINS SPENNANDI – um lúðuveiðar fyrr og nú, en lúðustofninn má muna fífil sinn fegri.
ENDURÓMUR FRÁ LIÐINNI TÍÐ – hlýsjávartegundir teygja sig norður fyrir land en það gerðu þær einnig á hlýindaskeiði á árunum upp úr 1920.
EKKI RÉTTI TÍMINN TIL AÐ RUGGA BÁTNUM – rætt við Stein Rögnvaldsson bónda og skipstjóra á Hrauni á Skaga.
VETRARVERTÍÐIN 2010 og 1960 – vertíðaryfirlit með 50 ára millibili.
Og margt fleira.
Sjómannadagsblað Fiskifrétta fylgir Viðskiptablaðinu í dag.