Á föstudagskvöldið í síðustu viku lauk loðnuveiðum norskra skipa við Ísland. Á þriðjudaginn var kvótinn aukinn um 3.360 tonn. Þá sigldu 8 skip frá Noregi til Íslands. Fyrir voru 5 skip á miðunum. „Veðurguðirnir gerðu sitt besta til að hindra veiðarnar“, að því er segir á vef norska Síldarsamlagsins.

Þegar norsku skipin þurftu að fara út úr íslensku lögsögunni áttu þau eftir um þúsund til fimmtán hundruð tonn óveidd af um 42 þúsund tonna kvóta sínum hér.

Loðnuveiðar norskra skipa gengu ekki vel í Barentshafi í síðustu viku. Skipin áttu erfitt um vik út af Finnmörk vegna mikils meðafla í þorski. Um 14 þúsund tonn veiddust í vikunni.