Stöðug ótíð að undanförnu hefur gert áhöfninni á norska selveiðibátnum Havsel lífið leitt. Havsel er eini selfangarinn að þessu sinni í Vesturísnum, en svo kallast svæðið langt norðan Íslands milli Jan Mayen og Austur-Grænlands.

Í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren í dag segir að Havsel hafi lítið getað aðhafst það sem af er vertíðinni. Á stuttum tíma milli lægða hafi náðst að veiða um 1000 selir og alls sé aflinn orðinn um 1500 dýr. Í kringum páskana hafi veðrið verið svo slæmt að Havsel hafi siglt til Íslands til að bíða af sér storminn.

Þótt illa gangi að veiða segja sjómennirnir að mikið sé af sel á svæðinu og það viti á gott ef einhvern tímann geri skaplegt veður.