Kynningarfundur fyrir nýtt félag, Konur í sjávarútvegi, verður haldinn í dag 20. febrúar kl. 17:00 í Íslandsbanka, Kirkjusandi, 5. hæð. Hildur Kristborgardóttir, formaður félagsins, segir tilganginn vera að styrkja og efla konur innan greinarinnar og gera þær sýnilegri innan hennar sem utan.

Hildur Kristborgardóttir
Hildur Kristborgardóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
„Það er vaxandi jákvæðni gagnvart sjávarútvegi í samfélaginu og aukinn áhugi á greininni meðal kvenna,“ segir Hildur en hún telur það geta orðið greininni til heilla. Hún bætir við að mikil vakning sé meðal fólks um það hve fjölbreytt tækifæri eru í sjávarútvegi svo sem í framleiðslu, hugbúnaðargerð, veiðum, markaðsstarfi, vísindum og hvers kyns nýsköpun. Því verði leitast við að ná einnig til kvenna í tengdum greinum við sjávarútveginn og greina frekari sóknarfæri.

Nánar má lesa um málið á síðu félagsins kis.is