Kynningarfundur í húsakynnum Íslandsbanka í dag klukkan 17
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Kynningarfundur fyrir nýtt félag, Konur í sjávarútvegi, verður haldinn í dag 20. febrúar kl. 17:00 í Íslandsbanka, Kirkjusandi, 5. hæð. Hildur Kristborgardóttir, formaður félagsins, segir tilganginn vera að styrkja og efla konur innan greinarinnar og gera þær sýnilegri innan hennar sem utan.