Marel hefur kynnt vélbúnað sem búast má við að valdi straumhvörfum í hvítfiskvinnslu, að mati fyrirtækisins. FleXicut notar háþróaða röntgentækni til að greina beingarð í hvítfiski og sker hann burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni og hlutar flakið í bita samkvæmt óskum viðskiptavinarins.
Vélin er búin háupplausnar röntgenskynjara sem getur greint fínustu bein, allt niður í 0,2 millimetra að stærð. Þegar búið er að greina beingarðinn heldur flakið áfram eftir færibandinu og beingarðurinn skorinn burt af mikilli nákvæmni með vatnsskurði. Vatnsskurðurinn hefur það umfram hefðbundinn hnífskurð, að hann er mun sveigjanlegri og nákvæmari, enda býr hann yfir þeim eiginleika að geta látið skurðinn fylgja boginni línu beinanna og mismunandi halla og það eykur nýtinguna til muna.
Sjá nánar sérblaði Fiskifrétta, Nýsköpun, sem kom út í dag.