Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Víkin Sjóminjasafnið fagna í dag 50 ára afmæli varðskipsins Óðins en skipið er nú hluti af Sjómannasafninu Grandagarði 8.

Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd.

Sjá nánar umfjöllun á vef Landhelgisgæslunnar.