Engin íslensk fiskiskip verða á sjó yfir jólin en samkvæmt varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða nokkur erlend leigu- og fragtskip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins, segir á vef Gæslunnar.

Eina íslenska skipið sem verður á sjó yfir hátíðarnar er varðskipið Týr sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi vegna verkefna fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex.