Skipstjóri á Hjaltlandseyjum segist hafa verið að bjarga sinni heimabyggð með því að landa „svörtum fiski“. Skipstjórinn er einn af 17 einstaklingum sem dregnir hafa verið fyrir hæstarétt í Edinborg vegna löndunar á ólöglegum fiski að verðmæti 47,5 milljónir punda, um 9 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur á vef BBC. Lögfræðingur skipstjórans segir að hærra verð hafi fengist fyrir aflann bæði í Noregi og í Danmörku heldur en á Hjaltlandseyjum. Því hafi eina leiðin til að gera Hjaltlandseyjar samkeppnishæfar verið sú að landa makríl og síld framhjá vigt, þ.e. hluti aflans var ekki dreginn frá kvóta skipsins.