Áform eru uppi um að taka upp aflareglu í gullkarfa, ýsu og ufsa. Einnig verður aflaregla í þorski skoðuð í framhaldinu. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í gær.

Nú liggja fyrir tillögur Hafrannsóknastofnunar á borði atvinnuvegaráðuneytisins um aflareglu í gullkarfa, ýsu og ufsa. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði á aðalfundi SF í síðustu viku að hann væri hlynntur því að innleiða aflareglu í þessum tegundum.

Steingrímur bætti þvi við að taka þyrfti aflareglu í þorski til skoðunar í framhaldinu. Margt benti til að meiri sveigjanleika þyrfti eftir því hvar stofninn væri staddur í sögulegu samhengi. Aflaregla segir til um hve hátt hlutfall af stofni einstakra fisktegunda megi veiða á ári hverju. Nú er aflareglu beitt við veiðar á þorski og loðnu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum