Heimskautasuga betur þekkt sem vampíra vatnanna hefur snúið aftur í bresk vötn í fyrsta sinn frá því snemma á 19. öldinni.
Fiskurinn, sem lítur út eins og áll eða snákur, getur orðið einn metri á lengd. Kjafturinn, sem er eins og sogskál, er þakinn tönnum sem eru beittari en rakvélablöð. Vampíran bítur sig fasta á aðra fiska og sýgur úr þeim blóðið.
Við iðnbyltinguna menguðust vötnin í Bretlandi og þessi fiskur hvarf. Á seinni árum hefur verið unnið að hreinsun vatnanna. Við það kom heimskautasugan til baka og hefur hún einkum sést í vötnum við Yorkshire.
Vampíran er um margt merkileg fisktegund og er sögð vera lifandi steingervingur. Hún er elsta lifandi hryggdýrategund jarðarinnar og þróaðist löngu áður en risaeðlurnar komu til sögunnar.
Þá er heimskautasugan herramannsmatur. Rómverjar átu hana rauðvínslegna. Víkingar lögðu sér hana til munns og við bresku konungshirðina var „vampírubaka“ borin fram við hátíðleg tækifæri. „Vampírubakan“ kemur einnig við sögu í sjónvarpþáttunum „Game of Thrones“.