Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, er kom­inn í ótíma­bundið leyfi frá störf­um, að því er mbl.is greinir frá. Val­mund­ur greind­ist með æxli í heila nú fyr­ir jól og mun Kon­ráð Al­freðsson, vara­formaður sam­bands­ins, sinna störf­um for­manns þar til Val­mund­ur kem­ur aft­ur. Var ákvörðunin tek­in í sam­ráði við stjórn sam­bands­ins.