Sigurður Valgeir Jóhannesson, skipstjóri á Beiti NK, segir markrílinn innan íslensku lögsögunnar mynda litla bletti eða torfur og að við veiðarnar skipti því öllu máli að hitta á slíka bletti.

Þetta kemur fram í færslu á vef Síldarvinnslunnar frá því síðastliðinn föstudag þar sem farið er yfir gang makrílveiðanna næstu dagana á undan. Sagt er frá því að Beiti hafi komið á miðvikudagskvöldtil Neskaupstaðar með rúmlega 1.300 tonn af makríl og sem strax hafi farið í vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

„Töluverð áta er í fiskinum en engu að síður er hann góður til vinnslu, bæði stór og fallegur. Fiskurinn er hausaður og flakaður í fiskiðjuverinu,“ sagði á svn.is.

Misjafn afli en stöðug vinnsla

Einnig sagði frá því að Vilhelm Þorsteinsson EA væru þá á landleið til Neskaupstaðar með tæp 1.500 tonn af makríl sem væri töluvert síldarblandaður.

„Skipin hafa verið að færa sig austar en þau hafa verið en þar eru hitaskil í sjónum sem fiskurinn leitar í. Þó svo að makrílaflinn að undanförnu hafi verið misjafn er ekki ástæða til að kvarta á meðan vinnsla helst samfelld og veiðin fer fram innan íslenskrar lögsögu,“ segir á svn.is þar sem rætt er við Sigurð, skipstjóra á Beiti, eins og fyrr segir.

Sést illa á tækjum og heppni kemur við sögu

„Vandinn er sá að fiskurinn sést illa á tækjum og það er mikil ferð á honum þannig að veiðiárangur er oft spurning um heppni. Vonandi getum við verið innan íslenskrar lögsögu fram eftir mánuðinum. Í fyrra lauk veiði í lögsögunni í lok júlí og eftir það var veitt í Smugunni. Síðustu árin hefur ágúst verið besti mánuðurinn á makrílvertíðinni en þá hefur yfirleitt verið um Smuguveiðar að ræða. Til dæmis var góð veiði í Smugunni í ágúst í fyrra,” er haft eftir Sigurði.

Sigurður Valgeir Jóhannesson, skipstjóri á Beiti NK, segir markrílinn innan íslensku lögsögunnar mynda litla bletti eða torfur og að við veiðarnar skipti því öllu máli að hitta á slíka bletti.

Þetta kemur fram í færslu á vef Síldarvinnslunnar frá því síðastliðinn föstudag þar sem farið er yfir gang makrílveiðanna næstu dagana á undan. Sagt er frá því að Beiti hafi komið á miðvikudagskvöldtil Neskaupstaðar með rúmlega 1.300 tonn af makríl og sem strax hafi farið í vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

„Töluverð áta er í fiskinum en engu að síður er hann góður til vinnslu, bæði stór og fallegur. Fiskurinn er hausaður og flakaður í fiskiðjuverinu,“ sagði á svn.is.

Misjafn afli en stöðug vinnsla

Einnig sagði frá því að Vilhelm Þorsteinsson EA væru þá á landleið til Neskaupstaðar með tæp 1.500 tonn af makríl sem væri töluvert síldarblandaður.

„Skipin hafa verið að færa sig austar en þau hafa verið en þar eru hitaskil í sjónum sem fiskurinn leitar í. Þó svo að makrílaflinn að undanförnu hafi verið misjafn er ekki ástæða til að kvarta á meðan vinnsla helst samfelld og veiðin fer fram innan íslenskrar lögsögu,“ segir á svn.is þar sem rætt er við Sigurð, skipstjóra á Beiti, eins og fyrr segir.

Sést illa á tækjum og heppni kemur við sögu

„Vandinn er sá að fiskurinn sést illa á tækjum og það er mikil ferð á honum þannig að veiðiárangur er oft spurning um heppni. Vonandi getum við verið innan íslenskrar lögsögu fram eftir mánuðinum. Í fyrra lauk veiði í lögsögunni í lok júlí og eftir það var veitt í Smugunni. Síðustu árin hefur ágúst verið besti mánuðurinn á makrílvertíðinni en þá hefur yfirleitt verið um Smuguveiðar að ræða. Til dæmis var góð veiði í Smugunni í ágúst í fyrra,” er haft eftir Sigurði.