Norðmenn eiga erfitt með að manna störf í sjávarútvegi. Nú er svo komið að erlent vinnuafl er í um 20% allra starfa í sjávarútvegi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Útlendingarnir fá fyrst og fremst vinnu í fiskvinnslu þar sem þeir voru um 40% vinnuaflsins árið 2011. Norðmenn sinna sjálfir flestum störfum til sjós og í fiskeldi. Um 93% starfa á sjó voru unnin af Norðmönnum en 90% starfa í fiskeldi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.